Heilsugæslan á Blönduósi
Heilsugæslan á Blönduósi
Fréttir | 12. október 2017 - kl. 10:44
“keypis heilsufarsmæling

Íbúum Austur-Húnavatnssýslu býst að fara í ókeypis heilsufarsmælingu, mánudaginn 16. október milli klukkan 14 og 17, á heilsugæslunni á Blönduósi og þriðjudaginn 17. október milli klukkan 14 og 16 á heilsugæslunni á Skagaströnd. Mælingarnar ná til helstu áhættuþátta lífsstílssjúkdóma. Mældur er blóðþrýstingur, blóðsykur, blóðfita, súrefnismettun og styrkur. Þá gefst þátttakendur kostur á að svara lýðheilsukönnun. Hjúkrunarfræðingur frá heilsugæslustöðinni verður á staðnum og veitir ráðgjöf og eftirfylgni.

Heilsufarsmælingarnar eru verkefni á vegum SÍBS Líf og heilsa með þátttöku Samtaka sykursjúkra í samstarfi við sveitarfélög og heilbrigðisstofnanir. Nánar má lesa um verkefnið á vef SÍBS.

​Boðið verður uppá heilsufarsmælingarnar sem hér segir:

​Mánudaginninn 16. október, klukkan 9-12 Hvammstangi, heilsugæslan, Nestúni 1.

Mánudaginn 16. október, klukkan 14-17 Blönduós, heilsugæslan, Flúðabakka 2.

​Þriðjudaginn 17. október, klukkan 14-16 Skagastörnd, heilsugæslan, Ægisgrund 16.

 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga