Fréttir | 10. nóvember 2017 - kl. 13:37
Síðdegissamkomur í Húnabúð

Næstu þrjá miðvikudaga, 15., 22. og 29. nóvember fara fram síðdegisfundir í Húnabúð, Skeifunni 11 í Reykjavík. Miðvikudaginn 15. nóvember segir Tómas R. Einarsson tónskáld frá afa sínum og ömmu á Blönduósi, fer með ljóð og vísur eftir þau og flytur tónlist af diskum og myndskjá. Miðvikudaginn 22. nóvember fjallar dr. Vilhelm Vilhelmsson um nýja bók sína, Sjálfstætt fólk – Vistarband og íslenskt samfélag á 19. öld. Miðvikudaginn 29. nóvember lesa nokkrir ljóðaunnendur ljóð og segja sögur.

Allir fundirnir hefjast klukkan 17:00. Aðgangseyrir er 1.000 krónur og kaffiveitingar í fundarlok.

Dagskrá:

Miðvikudaginn 15.11 kl. 17:00

Tómas R. Einarsson tónskáld segir frá afa sínum og nafna og ömmu á Blönduósi, fer með ljóð og vísur eftir þau og flytur tónlist af diskum og myndskjá.

Miðvikudaginn 22.11 kl. 17:00

dr. Vilhelm Vilhelmsson fjallar um nýja bók sína, Sjálfstætt fólk: Vistarband og íslenskt samfélag á 19. öld.

Miðvikudaginn 29.11 kl. 17:00

Hvar er ljóðið mitt? Nokkrir ljóðaunnendur lesa ljóð og segja sögur.

Sigrún Haraldsdóttir frá Litladal les ljóð sín. Sigríður Árnadóttir flytur stuttan þátt um 
Þóru Jónsdóttur prestsfrú á Auðkúlu. 
Ingimar Halldórsson og Ólína Þorvarðardóttir kveða vísur að norðan.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga