Húnavellir
Húnavellir
Fréttir | 12. nóvember 2017 - kl. 11:06
Styrkir veittir til ýmissa aðila vegna 2018

Á fundi sveitarstjórnar Húnavatnshrepps, sem haldinn var 8. nóvember síðastliðinn, voru samþykktir styrkir til ýmissa aðila s.s. Hestamannafélagsins Neista, Ungmennafélagsins Geisla, Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps, Farskólans, sóknafnefndar Þingeyraklausturskirkju og Textílseturs Íslands. Allir styrkirnir eru vegna rekstrar, framkvæmda eða starfsemi félaga á næsta ári.

Textílsetur Íslands fær úthlutað 1.000.000 krónur vegna þjónustusamnings um rekstur fyrir árið 2018. Sóknarnefnd Þingeyraklausturskirkju fær 500.000 krónur vegna sumaropnunar kirkjunnar næsta sumar en forsenda styrksins er að opið verði frá 1. júní til og með 31. ágúst.

Reiðveganefnd Hestamannafélagsins Neista fær 400.000 krónur vegna framkvæmda nefndarinnar á næsta ári, Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps fær 300.000 krónur vegna starfsemi kórsins árið 2018 og Ungmennafélagið Geisli fær 280.000 krónur vegna starfsemi félagsins á næsta ári.

Þá var samþykkt að greiða svokallað vildargjald til Farskólans vegna ársins2018 að fjárhæð 79.000 krónur og þá fær mótanefnd Hestamannafélagsins Neista 30.000 krónu styrk vegna Ísmótsins Svínavatn 2018.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga