Litla Agnarögn. Ljósm: Aðsend.
Litla Agnarögn. Ljósm: Aðsend.
Fréttir | 12. nóvember 2017 - kl. 11:26
Söfnun fyrir fjölskyldu tvíburastúlkna

Söfnun er hafin fyrir fjölskyldu tvíburastúlkna sem fæddust 23. október síðastliðinn, á 25. viku meðgöngu. Önnur stúlkan fæddist andvana en hin, litla Agnarögn, eins og hún er kölluð berst nú fyrir lífi sínu á vökudeild Landsspítalans. Ástand hennar hefur verið stöðugt og hefur hún haldið áfram að þyngjast.

Það eru erfiðir tímar framundan hjá ungu fjölskyldunni en foreldrarnir, sem eiga fyrir 18 mánaða stúlku, munu þurfa að dvelja í Reykjavík fjarri heimili, fjölskyldu og vinum. Þau voru lánsöm á fá úthlutaða íbúð hjá Landspítalanum.

Harpa Kristinsdóttir, amma stúlknanna, býr í Skagafirði þar sem sonur hennar ólst upp. Hún segist finna fyrir miklum samhug hjá fólki og að margir vilji gera eitthvað fyrir þau. Þann 24. nóvember næstkomandi verður haldin styrktarsamkoma fyrir fjölskylduna í félagsheimilinu Höfðaborg á Hofsósi. Nokkrir íbúar staðarins tóku saman höndum og skipulögðu samkomuna.

Opnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir Agnarögn og foreldra hennar. Reikningsnúmerið er 0177-05-260070, kennitala 010856-3889.

Hér er styrkt­arsíða fyr­ir Agnarögn og for­eldra henn­ar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga