Fréttir | 13. nóvember 2017 - kl. 11:35
Yndislegt líf – sungið fyrir Umhyggju

Haldnir verða stórtónleikar til styrktar Umhyggju, félagi langveikra barna, í Langholtskirkju sunnudaginn 19. nóvember næstkomandi klukkan 16:00. Fjölmargir listamenn leggja málefninu lið, meðal annars Húnakórinn. Aðgangseyrir er 2.500 krónur. Kaffi og konfekt í hléi.

Fram koma: Kammerkór Reykjavíkur, Karlakór Kjalnesinga, Einar Clausen, Þrjár klassískar, Góðir grannar, Margrét Einarsdóttir, Ópus 12, Viðar Gunnarsson, Signý Sæmundsdóttir, Húnakórinn, Söngfuglar, Ólafur M. Magnússon.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga