Bjarney R. Jónsdóttir og Ásdís Arinbjarnardóttir taka við bókargjöfinni frá Soroptimistunum Margréti Einarsdóttur og Berglindi Björnsdóttur.
Bjarney R. Jónsdóttir og Ásdís Arinbjarnardóttir taka við bókargjöfinni frá Soroptimistunum Margréti Einarsdóttur og Berglindi Björnsdóttur.
Sesselja Kristín Eggertsdóttir tekur við bókargjöfinni frá Soroptimistanum Helgu Hreiðarsdóttur.
Sesselja Kristín Eggertsdóttir tekur við bókargjöfinni frá Soroptimistanum Helgu Hreiðarsdóttur.
Helga ljósmóðir afhendir verðandi foreldrum bókargjöfina.
Helga ljósmóðir afhendir verðandi foreldrum bókargjöfina.
Fréttir | 28. nóvember 2017 - kl. 14:54
Gjöf til verðandi foreldra

Soroptimistaklúbburinn Við Húnaflóa hefur ákveðið að gefa verðandi foreldrum í Austur Húnavatnssýslu og Húnaþingi vestra bókina  „Fyrstu 1000 dagarnir, barn verður til“ eftir Sæunni Kjartansdóttur sálfræðing. Verkefnið er til þriggja ára.

„Fyrstu 1000 dagarnir“ er aðgengileg handbók fyrir foreldra sem byggir á sálgreiningu, tengslakenningum og nýjustu rannsóknum í taugavísindum. Hér eru gefin góð ráð um hvernig foreldrar geta búið sig undir fæðingu barns og annast það og örvað fyrstu árin með það að leiðarljósi að byggja upp heilbrigðan og ástríkan einstakling.

Rannsóknir sýna að fyrstu þúsund dagarnir í lífi barns, frá getnaði til tveggja ára aldurs, hafa afgerandi áhrif á framtíðarheilbrigði þess. Ástrík og næm samskipti á þessum tíma leggja mikilvægan grunn að þroska barnsins sem vitsmuna-, tilfinninga- og félagsveru. Börn fæðast með alla burði til að verða skynsamar góðar og réttsýnar manneskjur og það er undir okkur fullorðna fólkinu komið að gera þeim það kleift.

Soroptimistasystur Við Húnaflóa bera þá von og sannfæringu í brjósti að bókin muni nýtast foreldrum vel í því mikilvæga hlutverki sem felst í því að eignast og annast barn.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga