Afrekshópur STÍ í haglgreinum. Ljósm: sti.is.
Afrekshópur STÍ í haglgreinum. Ljósm: sti.is.
Snjólaug María
Snjólaug María
Fréttir | 01. desember 2017 - kl. 10:38
Snjólaug María í afrekshóp STÍ

Skotíþróttasamband Íslands valdi nýlega tíu íþróttamenn í afrekshóp haglgreina fyrir tímabilið 2018. Þar á meðal er Snjólaug María Jónsdóttir skotkona úr Skotfélaginu Markviss sem er ein þriggja kvenna í hópnum. Hópurinn kom saman til æfinga í síðustu viku sunnan heiða undir stjórn Grikkjans Nikolaos Mavromatis en hann hefur verið ráðinn til ráðgjafar og þjálfunar af Skotíþróttasambandi Íslands.

Æfingabúðirnar stóðu yfir í fjóra  daga og var skotið á skotsvæði Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi, svæði Skotfélags Akraness og hjá Skotíþróttafélagi Suðurlands við Þorlákshöfn.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga