Úr vinnslusal Vilko. Ljósm: www.vilko.is
Úr vinnslusal Vilko. Ljósm: www.vilko.is
Fréttir | 01. desember 2017 - kl. 13:14
Vilko hefur lífræna framleiðslu á kryddum

Vilko ehf. fékk í haust vottun til framleiðslu á lífrænum kryddum. Votton sem þessi er ekki einungis vottun til að framleiða lífrænt vottaðar matvörur heldur einnig viðurkenning á að Vilko sé með framleiðsluferli sitt í góðu lagi.

„Þegar svona vottun er framkvæmd er allt húsnæðið tekið út, allar skráningar í gæðakerfi, framleiðsluskýrslur, vottanir birgja, ferli sýnatöku og fleira“ segir á heimasíðu Vilko. „Þannig erum við ekki bara að fá vottun heldur endurskoðun á öllum framleiðsluferlum okkar“ segir Kári Kárason, framkvæmdastjóri Vilko á Blönduósi.

Kári segir að vottunin sé ekki bara vottun á lífrænni vöru Vilko heldur allri framleiðslu Vilko, því ef aðrir hlutar vinnslunnar væru ekki í lagi fengist ekki lífræn vottun. Kári vill jafnframt þakka starfsfólki Vilko sérstaklega fyrir þolinmæðina í þessu ferli og þakka Uppbyggingasjóði SSNV fyrir framlag þess til vöruþróunar sem leiddi til vottunar.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga