Fáðu lánaðan poka og skilaðu aftur.
Fáðu lánaðan poka og skilaðu aftur.
Arna María verslunarstjóri, og Anna Margret við standinn góða. Anna sýnir hvernig hægt er að nota poka úr dagblaðapappír í ruslatunnuna í stað plastpoka.
Arna María verslunarstjóri, og Anna Margret við standinn góða. Anna sýnir hvernig hægt er að nota poka úr dagblaðapappír í ruslatunnuna í stað plastpoka.
Arnar Þór tekur við fyrsta pokanum.
Arnar Þór tekur við fyrsta pokanum.
Arnar Þór og Hörður sáttir við merktu pokana sína.
Arnar Þór og Hörður sáttir við merktu pokana sína.
Fréttir | 01. desember 2017 - kl. 19:54
Plastpokalaust samfélag á Blönduósi
Fáðu poka lánaðan og afþakkaðu plastpoka

Nokkrar áhugasamar konur um plastlaust samfélag hafa hist u.þ.b. vikulega frá því í byrjun september og saumað fjölnota poka sem ætlunin er að standi viðskiptavinum Kjörbúðarinnar til boða í stað þess að kaupa plastpoka. Hugmyndinni um að taka við slíkum pokum var strax afar vel tekið í búðinni og því var ráðist í verkefnið.

Búið er að sauma um 500 poka og var fyrsta afhending í gær, fimmtudaginn 30. nóvember í Kjörbúðinni.

Arnar Þór Sævarsson, sveitarstjóri, og Hörður Ríkharðsson, sveitarstjórnarmaður, fengu afhenta fyrstu pokana frá Ã–nnu Margreti Valgeirsdóttur, en hún er einmitt hugmyndasmiður þessa verkefnis. Ãžakkaði hún öllum sem tekið hafa þátt í verkefninu alla vinnuna, en gaman er að segja frá því að fjölmargir listamenn sem dvalið hafa í Kvennaskólanum í vetur hafa verið duglegir að sauma með heimakonum. 

Sagðist Anna Margret hafa fundið mikinn stuðning og áhuga á verkefninu frá því að hún skrifaði um þessa hugmynd sína á Facebook í sumarlok. Bæði við saumaskapinn sem og að láta efni í verkefnið, til dæmis gamlar gardínur og rúmföt sem farin eru að láta á sjá. Nokkuð hefur lækkað í byrgðageymslunni og því væri vel þegið að fá slíkar gersemar, ef einhver vill losa sig við.

Verkefninu er engan veginn lokið, það verður saumað áfram í vetur og eru allir velkomnir sem vilja taka þátt. Saumakunnátta er ekki nauðsynleg, allir fá kennslu sem þurfa. „En nú er komið að íbúum Blönduóss og nágrennis að halda verkefninu gangandi. Það á að nota pokana. Og það þarf líka að skila þeim til baka til að hringrásin haldi áfram“, segir Anna Margret.


 

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga