Blönduóskirkja. Ljósm. Róbert D. Jónsson
Blönduóskirkja. Ljósm. Róbert D. Jónsson
Fréttir | 04. desember 2017 - kl. 16:28
Aðventuhátíð í Þingeyraklaustursprestakalli
Kveikt verður á jólatrénu við kirkjuna

Aðventuhátíð í Blönduósskirkju fyrir allar sóknir prestakallsins annan sunnudag í aðventu þann 10. desember  kl.16:00. Fjölbreytt glæsileg dagskrá í tali og tónum. Kirkjukórar prestakallsins sameinast í söng, kveikt verður á kertum aðventukransins. Auðunn Steinn Sigurðsson flytur hugvekju. Ljóðalestur, hljóðfæraleikur og samsöngur. Í lok stundarinnar í kirkjunni bera fermingarbörn inn aðventuljósið.

Eyþór Franzson Wechner organisti kirkjunnar leikur helgilag á orgelið í eftirspil.  Mætum öll í kirkjuna og njótum þess sem þar fer fram á helgri aðventu. 

Eftir aðventustundina mæta jólasveinar þegar kveikt verður formlega á jólaténu fyrir utan kirkjuna.  

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga