Fréttir | 06. desember 2017 - kl. 13:39
Jóla notalegheit í Blönduskóla

Í dag mun Foreldrafélag Blönduskóla halda jóla–notalegheit í Blönduskóla frá klukkan 17-19. Þá koma allir saman; foreldrar og börn, ömmur og afar og allir hinir og föndra jólakort, mála piparkökur og nokkrir unglingar verða með spilastöð og kenna á spilin okkar. Pappír og ýmislegt fleira til jólakortaföndurs verður á staðnum en allir eru hvattir til að koma með liti, lím, skæri og fleira sniðugt til kortagerðar. Piparkökur verða til sölu  og verður boðið upp á glassúr til skreytingar.

Kaffihús samkvæmt venju og mun 10. bekkur vera með kaffisölu á þessum tíma og verður með opið kaffihús í matsalnum.

Vaffla/skúffukaka með drykk kr. 500

Vaffla/skúffukaka kr. 400

Kaffi kr. 200

Djús kr. 100

Nemendur frá Tónlistarskóla A-Hún. munu koma og spila fyrir gesti á kaffihúsi 10. bekkinga.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga