Fréttir | 14. desember 2017 - kl. 10:09
Ætla að stækka sjómannadaginn á Skagaströnd

Tómstunda- og menningarmálanefnd Skagastrandar hefur hug á að stækka sjómannadaginn á Skagaströnd árið 2018 með auknum hátíðarhöldum. Á fundi nefndarinnar í nóvember voru ýmsir möguleikar ræddir og hugmyndir lagðar fram um hvernig það skuli gert. Einnig voru ýmsar hugmyndir að dagskráratriðum lagðar fram og ræddar fram og til baka.

Rætt hefur verið við björgunarsveitina Strönd um samstarf og fyrir liggur að fara betur yfir hvernig eigi að skipta verkefnum og hugmyndum við undirbúninginn. Þá er fundur með þjónustuaðilum fyrirhugaður.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga