Pistlar | 15. desember 2017 - kl. 21:26
Jólaskógur á Gunnfríðarstöðum í skjóli aspa
Eftir Pál Ingþór Kristinsson

Á Bakásum er mikil skógrækt á þrem jörðum og eru það jarðirnar Gunnfríðarstaðir, Hamar og Ásar. Innan fárra ára verður sýnilegur tæplega 700 ha skógur á jörðunum og er þá ótalið það land sem er að klæðast trjám út frá skóginum. Munar þar mestu um áreyrar Blöndu.

Stærsti alaskaasparskógur á Íslandi var til skamms tíma á Gunnfríðarstöðum en í skjóli hans er myndarlegur blágrenireitur sem hefur gefið mikið af fallegum jólatrjám inn á heimili Húnvetninga. Blágreni er tískutréð í ára en á undanförnum árum hefur stafafuran skorað hátt en af henni er til mikið af sjálfsánum trjám á Gunnnfríðarstöðum.

Í skóginum eru feld árlega torgtré sem eru 8 til 11 metra há og eru sveitafélögin Skagaströnd og Blönduósi kaupendur að þeim og fleiri trjám. Hægt er að planta um 50 nýjum grenitrjám fyrir hvert selt heimilisjólatré.

Gerum okkar glaðan dag í jólaskóginum á Gunnfríðarstöðum á laugardag og sunnudag. Nægt rými í skóginum og allir velkomnir en sumir kaupa sér jólatré eftir æfintýragöngu um skóginn.

Páll Ingþór
Formaður Skógræktðarfélags A-Hún

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga