Fréttir | 07. febrúar 2018 - kl. 11:35
Borðeyri á sér merkileg sögu

Menningarþátturinn Lestin í Ríkisútvarpinu brunaði á mánudaginn alla leið til Borðeyrar við Hrútafjörð og ræddi við Vilhelm Vilhelmsson sagfræðing um bæinn. Borðeyri var á sínum tíma miðstöð verslunar í héraðinu en er nú einhver minnsti þéttbýliskjarni landsins með rúmlega tíu íbúa. Vilhelm vinnur að verkefni fyrir Húnaþing vestra sem felst í að útbúa tillögu um að hluti Borðeyrar verði að svokölluðu verndarsvæði í byggð. Hluti af því er að taka saman og skrifa sögu byggðarinnar.

Í þættinum Lestinni segir Vilhelm að Borðeyri eigi sér mjög merkilega sögu. Staðurinn hafi verið verslunarstaður á þjóðveldisöld og tíðarskipakomur þangað eitthvað fram á miðaldir en verslun hafi svo lagst af einokunarversluninni. Árið 1846 hafi Borðeyri gerður að verslunarstað aftur 1846 og var staðurinn á tímabili kallaður höfuðborg þriggja sýslna.

Einnig má geta þess að Vilhelm hélt á þriðjudaginn fyrirlestur í hádeginu í Þjóðminjasafninu um Borðeyri undir yfirskriftinni „Brothætt frá upphafi: Byggðasaga Borðeyrar við Hrútafjörð.“

Hlusta má á þáttinn hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga