Sigurjón, Rósa, Karitas, Hrafnhildur og Eiríkur. Ljósm: ruv.is
Sigurjón, Rósa, Karitas, Hrafnhildur og Eiríkur. Ljósm: ruv.is
Fréttir | 08. febrúar 2018 - kl. 10:05
Húnvetningar í Söngvakeppninni

Á laugardaginn fara fram fyrri undanúrslit Söngvakeppninnar 2018 en þá munu sex lög af tólf keppa. Þar á meðal er Fókus hópurinn með lag en í honum eru tveir Húnvetningar, þau Sigurjón Örn Böðvarsson og Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir. Húnvetningar muna eflaust vel eftir hópnum en hann kom m.a. fram á fjölskylduhátíðinni Húnavöku 2017 og bæjarhátíðinni Eldi í Húnaþingi.

Fókus er sönghópur sem samanstendur af fimm söngvurum sem allir kynntust í hæfileikaþættinum The Voice Ísland sem sýndur var í Sjónvarpi Símans. Hópinn skipa, auk Hrafnhildar og Sigurjóns, þau Eiríkur Þór Hafdal, Karitas Harpa Davíðsdóttir og Rósa Björg Ómarsdóttir. Lagið sem þau flytja heitir Aldrei gefast upp. Höfundar lagsins eru Sigurjón Örn Böðvarsson, Rósa Björg Ómarsdóttir, Michael James Down og Primoz Poglajen. Höfundar texta eru Þórunn Erna Clausen og Jonas gladnikoff.

Heyra má lagið hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga