Höfðingi. Ljósm: Höskuldur B. Erlingsson.
Höfðingi. Ljósm: Höskuldur B. Erlingsson.
Mynd frá Facebook síðu Höskuldar B. Erlingssonar.
Mynd frá Facebook síðu Höskuldar B. Erlingssonar.
Fréttir | 08. febrúar 2018 - kl. 11:27
Höfðingi á ferð

Haförninn sem sést hefur á Blönduósi undanfarna daga er sá sem fannst og náðist í Miðfirði á dögunum og fékk nafnið Höfðingi. Örninn var lemstraður þegar hann fannst, átti erfitt með flug og fékk aðhlynningu hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Honum var svo sleppt aftur á svipuðum slóðum og hann var fangaður. Höskuldur B. Erlingsson náði myndum af Höfðingja við höfnina á Blönduósi í gær.

Á myndunum sjást merkin á erninum vel og fékk Höskuldur það staðfest í dag að um væri að ræða Höfðingja. Örninn virðist vera í góðu formi og búinn að fljúga um 50 kílómetra í beinni loftlínu síðan honum var sleppt.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga