Fréttir | 08. febrúar 2018 - kl. 15:08
Málþing í Ljósheimum

Málþing um fjárfestingar og fjármögnun í atvinnulífi á landsbyggðinni verður haldið í Ljósheimum í Skagafirði þriðjudaginn 20. febrúar næstkomandi klukkan 13-17. Fundarstjóri verður Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Samtaka iðnaðarins. Alls verða átta frummælendur á þinginu. Spurningar verða leyfðar úr sal að loknum framsögum og í þinglok. Kaffiveitingar í boði. Skráning er á vef Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.

Frummælendur verða:

Arnar Már Elíasson, forstöðumaður lánasviðs Byggðastofnunar.

Friðrik Friðriksson, fjármálastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins.

Ingólfur Jóhannsson, fjármálastjóri Kaupfélags Skagfirðinga.

Jóhann Steinar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs.

Jón Steindór Árnason, framkvæmdastjóri Tækifæris fjárfestingafélags

Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs.

Skráning er hér.

Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta og hlýða á áhugaverð erindi og taka þátt í umræðum.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga