Hnjúkabyggð 30. Mynd: Blonduos.is
Hnjúkabyggð 30. Mynd: Blonduos.is
Fréttir | 08. febrúar 2018 - kl. 21:43
Upplýsingamiðstöðin skiptir um húsnæði

Stjórn Ferðamálafélags Austur-Húnavatnssýslu hefur lagt til við byggðaráð Blönduósbæjar að Upplýsingastöð ferðamála í sýslunni skipti um húsnæði og verði til húsa í framtíðinni að Aðalgötu 8 á Blönduósi, í húsnæði Hitt og þetta handverks og Vatnanna Angling Services. Upplýsingamiðstöðin er í dag til húsa að Hnjúkabyggð 30 á Blönduósi, í húsnæði Héraðsbókasafnsins, en hún var formlega opnuð 9. júní árið 2016.

Fram kom á fundi byggðaráðs í dag að ráðið gerir ekki athugasemdir við nýja staðsetningu Upplýsingamiðstöðvarinnar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga