Fálkinn var með skotsár. Ljósm: Höskuldur B. Erlingsson.
Fálkinn var með skotsár. Ljósm: Höskuldur B. Erlingsson.
Fréttir | 14. febrúar 2018 - kl. 15:46
Fálkinn með skotsár

Fálkinn sem bændur á Hnjúki handsömuðu í gær og fékk nafnið Ógn var með skotsár, að því er segir á Facebook síðu lögreglunni á Norðurlandi vestra. Lögreglan vekur athygli á því að fálkar eru alfriðaðir samkvæmt lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Brot geta varðað sektum eða fangelsi allt að tveimur árum og sviptingu skotvopna- og veiðileyfis.

Fálkinn var handsamaður í Vatnsdalnum í gær og var hann eitthvað lemstraður. Farið var með hann til Náttúrufræðistofnunar Íslands og þar var hann greindur sem fullorðinn kvenfugl. Við skoðun dýralæknis kom í ljós að fálkinn var með skotsár.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga