Munið að skila pokunum aftur!
Munið að skila pokunum aftur!
Fréttir | 22. febrúar 2018 - kl. 14:46
Vantar poka – vantar efni

Eins og margir vita afhenti áhugahópur um plastlaust samfélag, pokastöð ásamt um fjögurhundruð fjölnota pokum, í Kjörbúðinni í lok nóvember. Síðan þá er búið að bæta við um 200 pokum og enn vantar poka.

Verkefnið gengur út á það að hægt er að fá lánaða fjölnota poka ef pokinn gleymist heima. Mikilvægt er þó að pokarnir skili sér aftur í Kjörbúðina í næstu búðarferð eða jafnvel þarnæstu svo að hringrásin virki sem best.

Enn er saumaskapnum haldið áfram. Þeir sem hafa áhuga á að vera með geta haft samband við Önnu Margreti Valgeirsdóttur, Þórdísi Erlu Björnsdóttur eða Lee Ann Maginnis.

Einnig fer að vanta meira efni í verkefnið en gardínur og rúmföt henta vel í pokasaum ásamt öðru efni.

 

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga