Nemendur í heimsókn. Ljósm: biopol.is.
Nemendur í heimsókn. Ljósm: biopol.is.
Fréttir | 23. febrúar 2018 - kl. 07:49
Nemendur Höfðaskóla heimsækja BioPol

Nemendur í Höfðaskóla hafa undanfarið heimsótt BioPol á Skagaströnd í tengslum við náttúrufræðikennslu skólans. Hafa þeir fræðst um þörunga, stóra jafnt sem smáa, en sjávarlíftæknisetrið er með nokkrar rannsóknir í gangi á því sviði. Ýmsir smáþörungar voru hafðir til sýnis á rannsóknarstofunni og nemendum var sagt frá fæðuvefjum og flokkunarfræði. Þá fengu þeir að skoða í smásjá hvernig grænukorn endurkasta rauðu ljósi undir flúrlýsingu. Í Vörusmiðjunni var þari til sýnis og smökkunar sem lagðist misjafnlega í mannskapinn. Sagt er frá þessu á vef Biopol.

Þar kemur fram að sjávarlíftæknisetrið hefur fengið fjölda gleðilegra heimsókna í gegnum árin frá nemendum Höfðaskóla í tengslum við kennslu og til að fræðast um störf setursins.

Sjá nánar frá heimsóknum nemenda Höfðaskóla á vef Biopol.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga