Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Þriðjudagur, 16. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 13:19 0 0°C
Laxárdalsh. 13:19 0 0°C
Vatnsskarð 13:19 0 0°C
Þverárfjall 13:19 0 0°C
Kjalarnes 13:19 0 0°C
Hafnarfjall 13:19 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
27. mars 2024
71. þáttur. Eftir Jón Torfason
24. mars 2024
Pistlar | 25. febrúar 2018 - kl. 21:29
Ástin fellur ekki úr gildi
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson

Ástin er ekki umbúðir eða útlit. Hvorki girnd né losti, heldur bál sem kviknar. Henni þarf að halda við svo glóðin kulni ekki og slokkni. Ástinni fylgir aðlögun, stöðugt samtal, ákvörðun, virðing og gagnkvæmt traust.

Ljúft en getur líka verið sárt

Líklega þráum við það flest ef ekki öll elska og að finna það að við séum elskuð.

Hvað veist þú annars dásamlegra og dýrmætara en það að fá að elska og fá að hvíla í örmum þess sem þú elskar? Fá að hvíla í örmum þess sem elskar þig. Þú finnur að þú ert hluti af einhverju. Einhverju meiru og dýpra en þú ert sjálf/ur. Það er ljúft en getur líka verið sárt. Þú ert gefandi og þú ert þiggjandi. Ert í hlutverki sem þú kannt eitthvað svo skelfing illa og hræðist jafnvel en skalt samt endilega láta eftir þér að takast á við. Og njóttu þess að láta það eftir þér af ástríðu hafirðu tækifæri til.

Ástin gefst ekki upp

Ástin er líklega allt í senn það dásamlegasta sem til er en er um leið eitthvað svo skelfing viðkvæm og vandmeðfarin, brothætt og sár. En jafnframt svo vermandi og falleg, ljúf og sönn, djúp og varanleg.

Ástin er skjól, vígi og skjöldur. Hún virðir mörk, er þolinmóð og hún umber. Hún styður, uppörvar og hvetur.

Sönn ást sýnir samstöðu og skilning án þess að vera meðvirk. Hún breiðir yfir lesti, er gegnheil og svíkur ekki. Hún gefst ekki upp og yfirgefur ekki. Því að sönn ást fellur ekki úr gildi.

Ástin er eins og galdur sem ég skil ekki en get upplifað, meðtekið og þegið, hvílt í, notið og gefið.

Leikur með eld

Truflaðu ekki líf þitt með óþarfa flækjum sem hægt hefði verið að komast hjá. Kveiktu ekki elda sem ekki verða svo auðveldlega slökktir. Því þeir munu skilja eftir sviðna jörð, kramin hjörtu og flakandi sár. Eða í besta falli djúp og varanleg ör. Í það minnsta á sálinni.

Ef þú vilt að hjarta þitt slái í fjölskyldu þinni þá þarftu að verja tíma þínum með henni. Þið þurfið að vera saman og tala saman. Þú þarft að hlusta. Þið þurfið að vinna saman, gráta saman, gleðjast saman og njóta uppskerunnar saman. Vertu þar sem hjarta þitt slær, ekki þar sem heimurinn lokkar.

Gleymdu ekki að heima hjá þér bíður fólk sem reiknar með þér og treystir þér. Stólar á þig, þráir þig og elskar þig. Hlauptu ekki eftir því sem hugurinn girnist hverju sinni því það leiðir þig aðeins í ógöngur og vegleysu. Hlustaðu heldur eftir því hvað hjarta þitt þráir en hvað hugurinn girnist. Látum hugann aldrei bera hjartað ofurliði.

Sópum stöðugt huga okkar og leyfum hjartanu að ráða. Berjumst hinni góðu baráttu. Gefumst ekki upp. Hin hjartanlega hamingja veitir nefnilega sanna gleði. Því hún er djúp, sönn og varanleg. Vegna þess að hún byggir á djúpri alvöru og sannri þrá hjartans eftir því að fá að elska, vera virtur og elskaður og því að fá að hvíla í ástinni í blíðu og stríðu.

Með kærleiks- og friðarkveðju. Njótum dagsins og lífsins.

Lifi lífið!

Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins.

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið