Nemendur í 7. bekk Blönduskóla. Ljósm: FB/Blönduskóli
Nemendur í 7. bekk Blönduskóla. Ljósm: FB/Blönduskóli
Dómnefnd ásamt fulltrúm Blönduskóla sem munu keppa að viku liðinni. Ljósm: FB/Blönduskóli
Dómnefnd ásamt fulltrúm Blönduskóla sem munu keppa að viku liðinni. Ljósm: FB/Blönduskóli
Dómnefndin. Ljósm: FB/Blönduskóli.
Dómnefndin. Ljósm: FB/Blönduskóli.
Fréttir | 01. mars 2018 - kl. 10:46
Framsagnarkeppni í Blönduskóla

Í gær fór fram undankeppni hjá Blönduskóla fyrir Framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi 2018. Markmið keppninnar er eins og áður að glæða tilfinningu og metnað húnvetnskra grunnskólanema fyrir íslensku máli og framsögn.  Nemendur 7. bekkjar Blönduskóla tóku þátt í undankeppni og lásu þeir bæði kaflabrot úr sögu Brynhildar Þórarinsdóttur „Leyndardómur ljónsins“ og ljóð að eigin vali. Allir stóðu sig mjög vel.

Dómarar voru Kolbrún Zophoníasdóttir, Kristín Guðjónsdóttir og Guðjón Ólafsson og áttu þau erfitt verk fyrir höndum þegar velja þurfti þrjá fulltrúa úr hópi 13 nemenda sem allir voru búnir að undirbúa sig vel.

Niðurstaða náðist þó og það eru þau Emma Karen Jónsdóttir, Jón Árni Jónsson og Vilborg Jóhanna Líndal sem munu keppa fyrir hönd skólans á Skagaströnd eftir viku.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga