Eliza og Snæfríður Dögg. Ljósm: Höfðaskóli.
Eliza og Snæfríður Dögg. Ljósm: Höfðaskóli.
Eliza og Laufey Lind fyrir ári síðan.
Eliza og Laufey Lind fyrir ári síðan.
Fréttir | 11. mars 2018 - kl. 12:46
Fékk viðurkenningu fyrir smásögu

Snæfríður Dögg Guðmundsdóttir, nemandi í 10. bekk Höfðaskóla á Skagaströnd, vann til verðlauna í smásagnakeppni Félags enskukennara á Íslandi. Tók hún við viðurkenningu fyrir söguna sína Dreams á Bessastöðum síðastliðinn fimmtudag úr hendi forsetafrúarinnar Elizu Reed. Þetta er í annað sinn sem Höfðaskóli sendir inn sögur í keppnina en í fyrra hlaut Laufey Lind Ingibergsdóttir viðurkenningu í sínum flokki.

Á hverju ári hefur Félag enskukennara á Íslandi efnt til smásagnakeppni. Í henni eru fjórir aldurskiptir hópar, nemendur í 5. bekk og yngri, nemendur í 5.-7. bekk, nemendur í 8.-10. bekk og framhaldsskólanemendur. Hver skóli getur sent þrjár sögur fyrir hvern hóp.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga