Fréttir | 12. mars 2018 - kl. 12:39
“ásættanlegur verðmunur afurðastöðva

Almennur félagsfundur Félags sauðfjárbænda í Austur-Húnavatnssýslu (FSAH), sem haldinn var á Blönduósi 25. febrúar síðastliðinn, skorar á stjórn SAH-Afurða ehf að bæta innleggjendum sauðfjárafurða upp þann mikla mun sem var á verði þeirra og annarra afurðastöðva haustið 2017. Í samþykkt fundarins segir að meðal verðmunur SAH-Afurða og annarra afurðastöðva hafi numið 13% síðasta haust miðað við uppbætur sem aðrar afurðastöðvar hafi greitt. Félagar FSAH telja þennan mikla mun algerlega óásættanlegan.

Jafnframt samþykkir fundurinn að fela stjórn FSAH að leita allra leiða til að tryggja bændum á svæðinu sambærilegt verð við aðra.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga