Gamla Pósthúsið
Gamla Pósthúsið
Fréttir | 21. mars 2018 - kl. 10:36
Styrkir frá húsfriðunarsjóði 2018

Húsfriðunarsjóður úthlutaði á dögunum styrkjum vegna ársins 2018. Alls voru veittir 215 styrkir en fjöldi umsókna var 252. Úthlutað var rúmlega 340 milljónum króna en sótt var um styrki að fjárhæð tæplega 775 milljónum króna. Nokkur hús í Húnavatnssýslum fengu styrkir, m.a. Möllershús á Hvammstanga, Pétursborg á Blönduósi, Skólahúsið við Sveinsstaði og Litla Fell á Skagaströnd.

Í flokknum friðuð hús og mannvirki:
Pétursborg (vestari endi), Brimslóð 6, Blönduósi, styrkur að fjárhæð 400.000 kr.
Skólahúsið við Sveinsstaði, Austur-Húnavatnssýsla, styrkur að fjárhæð 500.000 kr.
Möllershús – Sjávarborg, Hvammstanga, styrkur að fjárhæð 1.500.000 kr.
​Sýslumannshúsið/Hótel Blanda, Blönduósi, styrkur að fjárhæð 500.000 kr.

Í flokknum önnur hús og mannvirki:
Litla Fell, Skagaströnd, styrkur að fjárhæð 900.000 kr.
Pósthúsið/Símstöðin, Blönduósi, styrkur að fjárhæð 400.000 kr.

Í flokknum húsakannanir:
Blönduós, byggða- og húsakönnun í dreifbýli, styrkur að fjárhæð 600.000 kr.
Húnavatnshreppur, húsa- og byggðakönnun í sveitarfélaginu, styrkur að fjárhæð 1.250.000 kr.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga