Bíllinn er mjög illa farinn. Ljósm: Hjálmar B. Guðmundsson
Bíllinn er mjög illa farinn. Ljósm: Hjálmar B. Guðmundsson
Fréttir | 13. apríl 2018 - kl. 11:19
Jeppi brann í húsnæði Rarik

Brunavarnir Austur-Húnavatnssýslu fengu í nótt viðvörunarboð frá eldvarnarkerfi í geymsluhúsnæði Rarik við Ægisbraut á Blönduósi. Þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang var húsið fullt af reyk og logaði eldur í stórum jeppa. Eldurinn hafði ekki náð að læsa sig í innviði hússins eða önnur verðmæti og var hann slökktur á skammri stundu. Jeppinn er talinn ónýtur og eru eldsupptök ókunn. Sót er mikið innandyra í húsnæðinu og ærið verkefni að hreinsa það.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga