F.v.: Saulinus Salimonas Kaubrys, “lafur Halldórsson, Höfðaskóla og Freyja Lubina Friðriksdóttir. Ljósm: FB/FNV.
F.v.: Saulinus Salimonas Kaubrys, “lafur Halldórsson, Höfðaskóla og Freyja Lubina Friðriksdóttir. Ljósm: FB/FNV.
Fréttir | 16. apríl 2018 - kl. 13:00
Húnvetningar röðuðu sér í þrjú efstu sæti stærðfræðikeppninnar

Nemendur úr grunnskólum í Húnavatnssýslum stóðu sig frábærlega í stærðfræðikeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Menntaskólans á Tröllaskaga og 9. bekkjar sem fram fór í FNV á Sauðárkróki á föstudaginn. Freyja Lubina Friðriksdóttir úr Grunnskóla Húnaþings vestra sigraði keppnina, Ólafur Halldórsson úr Höfðaskóla varð í öðru sæti og Saulius Saliamonas Kaubrys úr Húnavallaskóla varð í þriðja sæti.  

Keppnin hefur verið haldin árlega í 21 ár og er hún samstarfsverkefni FNV, MTR , grunnskóla, stofnana og fyrirtækja á Norðurlandi vestra. auk þess sem fyrirtæki utan kjördæmisins koma að verkefninu. Kennarar í stærðfræði við FNV báru hitann og þungann af samningu og yfirferð keppnisgagna, en grunnskólarnir sáu um fyrirlögn dæmanna í undankeppninni.

Undankeppni stærðfræðikeppninnar fór fram í mars og tóku nemendur frá Norðurlandi vestra, Fjallabyggð og Dalvíkurskóla þátt í henni. Að þessu sinni komust 14 nemendur í úrslitakeppnina. Af þeim var einn frá Árskóla, tveir frá Varmahlíðarskóla, einn frá Grunnskólanum austan Vatna, einn frá Húnavallaskóla, tveir frá Höfðaskóla, tveir frá Blönduskóla, fjórir frá Grunnskóla Húnaþings vestra og einn frá Dalvíkurskóla.

Verðlaunin voru vegleg að vanda en fjölmörg fyrirtæki styrktu keppnina.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga