Fréttir | 18. apríl 2018 - kl. 17:31
Framkvæmdir hafnar við Hrútey

Framkvæmdir eru hafnar við 1. áfanga þess að setja upp nýja göngubrú út í Hrútey. Göngubrúin er reyndar ekki alveg ný sjálf en um er að ræða gömlu Blöndubrúna frá 1897. Brúin mun bæta aðgengi að eyjunni og um leið verður elsta samgöngumannvirki á Íslandi sómasamlega varðveitt.

Auk þess að koma brúnni fyrir á sinn stað, verða gerðir stígar og bílastæði við aðkomuna. Þegar fréttaritara bar að var um það bil að ljúka uppgreftri úr vegastæðinu og planinu sem verður við eyjuna. Það er Ósverk ehf. sem sér um það verk.

Hrútey er náttúruperla Blönduósbæjar og mun verkið auka öryggi ferðamanna og bæta aðgengi.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga