Frá æfingabúðunum á Blönduósi. Ljósm: Tindastóll/Þeyr Guðmundsson.
Frá æfingabúðunum á Blönduósi. Ljósm: Tindastóll/Þeyr Guðmundsson.
Fréttir | 24. apríl 2018 - kl. 08:53
Æfingabúðir í júdó á Blönduósi

Júdófélagið Pardus á Blönduósi stóð fyrir æfingabúðum í júdó um síðustu helgi þar sem iðkendur frá júdódeildum Tindastóls og UMF Selfoss komu í heimsókn. Um fimmtíu júdóiðkendur og þjálfarar tóku þátt í æfingabúðunum, sem voru sambland af júdóæfingum og afþreyingu utan æfingatíma. Sagt er frá þessu á vef Tindastóls og er Pardusi hrósað fyrir gestrisni og vel lukkaðar æfingabúðir.

Á vef Tindastóls má sjá myndir frá æfingabúðunum.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga