Elín Sigurðardóttir, forstöðumaður safnsins. Ljósm: Anna Margret Sigurðardóttir.
Elín Sigurðardóttir, forstöðumaður safnsins. Ljósm: Anna Margret Sigurðardóttir.
Björg Bjarnadóttir og Elín Sigurðardóttir.
Björg Bjarnadóttir og Elín Sigurðardóttir.
Guðrún Sigurjónsdóttir og Elín Sigurðardóttir.
Guðrún Sigurjónsdóttir og Elín Sigurðardóttir.
Fréttir | 24. apríl 2018 - kl. 09:35
Ársfundur Heimilisiðnaðarsafnsins var í gær

Ársfundur Heimilisiðnaðarsafnsins var haldinn í gær, 23. apríl í safninu. Fundarstjóri var Ásgerður Pálsdóttir. Á fundinum las Elín Sigurðardóttir, forstöðumaður safnsins, upp ársskýrslu og ársreikninga safnsins fyrir árið 2017. Einnig gerði hún fundinum grein fyrir rekstraráætlun og starfsemi safnsins fyrir árið 2018.

Eftir þetta voru umræður þar sem fundarmenn voru sammála um mikilvægi safnsins fyrir menningarstarf í sýslunni. Undir liðnum önnur mál afhenti Guðrún Sigurjónsdóttir 50.000 króna gjöf til safnsins frá Kvenfélagi Svínavatnshrepps.

Í lok fundarins tók Elín til máls og þakkaði Björgu Bjarnadóttur fyrir störf og stjórnarsetu í safninu undanfarin 25 ár.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga