Duglegir krakkar í Blönduskóla
Duglegir krakkar í Blönduskóla
Fréttir | 25. apríl 2018 - kl. 16:48
Dagur jarðar haldinn hátíðlegur hjá Blönduskóla

Dagur jarðar var víða haldinn hátíðlegur á sunnudaginn. Þar sem börn í Blönduskóla eru ekki í skólanum á sunnudögum drifu nemendur nokkurra bekkja sig út á mánudaginn til að taka þátt og leggja sitt af mörkum fyrir náttúruna og bæinn okkar.

Nemendur 1. bekkjar fóru í gönguferð að fuglaskoðunarhúsinu við Blöndubyggð og tíndu rusl á leiðinni. Nemendur miðstigs dreifðust um næsta nágrenni skólans; um skólalóðina, Bæjartorgið og í Fagrahvamm og tíndu þar rusl.

Eftir um 30 mínútna vinnu sameinuðust bekkirnir aftur við skólann og “uppskeran” var skoðuð. Magnið sem tínt var vakti vægast sagt mikla athygli. Munum að ganga vel um bæinn okkar.

Fréttin er tekin af Facebook síðu Blönduskóla ásamt myndunum.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga