Fréttir | 02. maí 2018 - kl. 15:48
Milljónir í húsnæði undir gagnaver

Sveitarstjórnir Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps hafa samþykkt að leggja til samtals 20 milljónir króna í húsnæði vegna gagnavers á Blönduósi. Samþykkið er með fyrirvara um að peningarnir verði sem aukið hlutafé í Ámundakinn ehf. Jafnframt er það skilyrði að Ámundakinn taki þátt í stofnun fasteignafélags um byggingu á húsnæði fyrir gagnaver á Blönduósi og að áðurnefnd aukning á hlutafé verði notuð sem framlag til þess.

Málið var rætt á fundum sveitarstjórnanna á dögunum. Sveitarstjórn Blönduósbæjar samþykkti að leggja til 15 milljónir króna og sveitarstjórn Húnavatnshrepp samþykkti að leggja til 5 milljónir.  

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga