Fréttir | 09. maí 2018 - kl. 15:45
Blóðsöfnun á Blönduósi

Blóðbankinn verður með blóðsöfnun á Blönduósi fimmtudaginn 17. maí næstkomandi frá klukkan 14 til 17. Blóðbankabíllinn mætir á svæðið og verður á planinu hjá N1. Ávallt skortir blóð fyrir sjúklinga og slasaða og því mikilvægt að sem flestir gefi blóð. Blóðgjöf er sannkölluð lífgjöf. Blóðbankinn, sem þarf 70 blóðgjafa á dag, vonast til að sjá sem flesta og eru allir velkomnir, jafnt nýir sem vanir blóðgjafar.

Traust og örugg blóðgjöf byggir á heilbrigðum blóðgjöfum. Gott heilsufar er því forsenda blóðgjafar og mikilvægt að kynna sér reglur sem gilda varðandi blóðgjafir. Nánari upplýsingar má finna á vef Blóðbankans.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga