Fréttir | 10. maí 2018 - kl. 12:10
Málefnaskrá A-lista í Húnavatnshreppi kynnt

Málefnaskrá A-lista, Lista framtíðar í Húnavatnshreppi má nú nálgast á Facebook síðu framboðsins. Málefnaskráin tekur til fjármála, atvinnumála, skólamála, félagsmála, menningarmála, fjallskila, umhverfismála, samgangna og fjarskipta og stjórnsýslu. Listi framtíðar leggur höfuð áherslu á að styrkja atvinnulíf í sveitarfélaginu enda sé það undirstaðan í hverju samfélagi. Ferðaþjónusta er nefnd sem vaxtarbroddur og ætlar listinn að leggja sig fram við að greiða leið þeirra sem áforma uppbygginu í ferðaþjónustu.

Í ávarpi Jóns Gíslasonar, oddvita listans, í málefnaskránni segir að grundvöllur fyrir fjölbreytta atvinnustarfsemi sé til staða með nýtingu orku frá Blönduvirkjun og jarðhita frá Reykjum. Að auki hafi grundvöllurinn styrkst með lagningu ljósleiðara um sveitarfélagið. „Þessar aðstæður verðum við að færa okkur í nyt á komandi árum, bæði til nýrrar atvinnuuppbyggingar og ekki síður til að efla og styrkja þá atvinnustarfsemi sem fyrir er“, segir Jón í ávarpi sín.

Komið er inn á sameiningarmál sveitarfélaganna í Austur-Húnavatnssýslu í málefnaskránni. Þar segir að lýðræðislegast sé að efnt verði til kosninga að lokinni sameiningarvinnunni þar sem íbúar sveitarfélagsins geti samþykk eða synjað sameiningu.

​Málefnaskránna má sjá á Facebook síðu framboðsins eða á þessari slóð: https://www.facebook.com/tilframtidar/​

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga