Fréttir | 11. maí 2018 - kl. 13:37
Vignir gefur ekki kost á sér áfram

Vignir Á. Sveinsson, núverandi oddviti Skagabyggðar, ætlar ekki að gefa kost á sér aftur í sveitarstjórn. Enginn listi barst kjörstjórn í Skagabyggð fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar og verða kosningar því óbundnar í sveitarfélaginu eins og verið hefur. Vignir sagði í samtali við Ríkisútvarpið á dögunum að samgöngumál, heilsugæsla og atvinnumál brenni helst á íbúum.

Hann sagði einnig að íbúar í sveitarfélaginu séu jákvæðir gagnvart sameiningu. Þó séu ekki endilega allir sammála um hvernig hún skuli framkvæmd. Hann sagði segir að nýjar sveitarstjórnir munu ákvarða hvernig sameiningarmálin fara.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga