Fréttir | 11. maí 2018 - kl. 14:22
Breytingar hjá Arion banka á Blönduósi

Arion banki á Blönduósi vinnur að því að finna heppilegra húsnæði fyrir starfsemina á Blönduósi en útibú bankans hefur verið til húsa á Húnabraut 5 í tugi ára. Breytingar eru framundan í útibúinu því tveir af þremur starfsmönnum þess hafa sagt upp störfum en það eru þau Auðunn Steinn Sigurðsson útibússtjóri og Ragnhildur Ragnarsdóttir féhirðir. Auðunn hefur unnið í 24 ár í útibúinu og lætur af störfum 31. maí og Ragnhildur hefur unni í 34 ár en hún hættir 16. júní. Samkvæmt upplýsingum frá Arion banka er búið að ráða sumarstarfsfólk og einnig verður útibúið manna starfsfólki frá útibúi bankans á Sauðárkróki þar til önnur lausn finnst.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga