Fréttir | 12. maí 2018 - kl. 19:38
Héraðsmót í sundi 2018

Héraðsmót í sundi verður haldið miðvikudaginn 23. maí næstkomandi og hefst klukkan 17:00 en upphitun hefst klukkan 16:30.

Allir áhugasamir eru hvattir til þess að taka þátt. Þátttaka er ókeypis, en skráning er skilyrði.

Keppt verður í sundlauginni á Blönduósi. Tímataka verður á staðnum.

Vinsamlegast sendið inn skráningar eigi síðar en þriðjudaginn 15. maí.

Senda má skráningar á Facebook (Sunddeild Hvatar) eða á netfangið hvotsund@hotmail.com þar sem fram kemur nafn keppanda, kennitala og greinar sem viðkomandi ætlar að keppa í.

Keppnisgreinar á mótinu eru:

Börn fædd 2010 og síðar

25m skemmtisund (frjálst sundval)

hnokkar og hnátur – fædd 2008-2009

25m bringusund Р25m skri̡sund Р25m baksund Р25m flugsund

sveinar og meyjar – fædd 2006-2007

50m bringusund – 50m skriðsund – 50m baksund – 25m flugsund – 100m fjórsund

drengir og telpur – fædd 2004-2005

50m bringusund – 50m skriðsund – 50m baksund – 25m flugsund – 100m fjórsund

piltar og stúlkur – fædd 2002-2003

100m bringusund – 100m skriðsund – 50m baksund – 50m flugsund – 100m fjórsund

karlar og konur – fædd 2001 og eldri

100m bringusund – 100m skriðsund – 50m baksund – 50m flugsund – 100m fjórsund

*Börn fædd 2008 og yngri mega nota kúta og kork.

 

Boðið verður upp á pizzu í lok móts og veitt verða verðlaun fyrir þátttöku.

Sunddeild Hvatar

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga