Fréttir | 14. maí 2018 - kl. 13:45
Stefnuskrá E-listans í Húnavatnshreppi kynnt

E-listinn, Nýtt afl í Húnavatnshreppi hefur kynnt stefnuskrá sína og má nálgast hana á Facebook síðu framboðsins. Frambjóðendur listans hafa mikinn áhuga á að efla samfélagið í Húnavatnshreppi og stuðla að framþróun og nýsköpun á öllum sviðum mannlífsins og eru atvinnumál, skóla- og æskulýðsmál og ferðaþjónusta sérstaklega nefnd. Nýtt afl ætlar að beita sér fyrir því að íbúar Húnavatnshrepps fái tækifæri til að greiða atkvæði um tillögu um sameiningu sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu í janúar 2019.

Í stefnuskránni kemur fram að Nýtt afl vill vinna að eflingu atvinnumála sveitarfélagsins í samstarfi við nágrannasveitarfélög ásamt því að efla kynningu á möguleikum fólks til nýrrar atvinnusköpunar. Framboðið vill efla menningartengda ferðaþjónustu sem byggir á sögu og menningu sveitarfélagins og að vanda þurfi vel uppbyggingu Þrístapa sem ferðamannastaðar. Þá vill framboðið atvinnuátak heima í héraði til nýtingar orku Blönduvirkjunar í samstarfi við stjórnvöld og nágrannasveitarfélög, svo sitthvað sé nefnt um atvinnumál úr stefnuskránni.

Stefnuskrá E-listans í Húnavatnshreppi má sjá hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga