Fréttir | X-Ó | 16. maí 2018 - kl. 09:02
Opinn fundur um atvinnumál
Tilkynning frá Óslistanum

Miðvikudaginn 16. maí, í dag, verður opinn fundur um atvinnumál klukkan 20:00 á kosningaskrifstofu Óslistans að Þverbraut 1 á Blönduósi. Jón Örn Stefánsson verður með erindi um fiskeldi og Þórdís Rúnarsdóttir ferðamálafulltrúi og Edda Brynleifsdóttir verða með erindi um ferðamál á svæðinu. Umræður og fyrirspurnir eftir erindin.

Einnig verða almennar umræður um áherslur listans í atvinnumálum. Heitt á könnunni. 

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga