Fréttir | 18. maí 2018 - kl. 14:02
L-listinn opnar heimasíðu

L-listinn á Blönduósi hefur opnað heimasíðu þar sem finna má helstu stefnumál framboðsins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar og upplýsingar um frambjóðendur. L-listinn býður nú fram í þriðja sinn og í framboði er fólk á öllum aldri með fjölbreytta menntun og reynslu. Bæði eru innanbúðar nýliðar og einstaklingar með mikla reynslu af sveitastjórnarmálum. Eitt eiga frambjóðendur þó sameiginlegt en það er óbilandi trú á byggðarlaginu sínu.

Af helstu stefnumálum má nefna atvinnumál en L listinn vill bæta aðgengi íbúa að ljósleiðaratengingu, að unnið verði áfram að uppbyggingu gagnavers og annars umhverfisvæns iðnaðar og að lögð verði áhersla á að skapa atvinnulífinu aðstæður til að þróast og dafna. Á það jafnt við um núverandi starfsemi og nýja. Þá vill L listinn skoða möguleika á betri nýtingu á höfn og hafnarsvæðinu, svo sitthvað sé nefnt.

Öll helstu stefnumál L-listans má sjá hér.

Heimasíða L-listans er https://xl.huni.is/

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga