Fréttir | 20. maí 2018 - kl. 19:40
Jafntefli í fyrst leik

Íslandsmótið í knattspyrnu, 4. deild karla, fór af stað í gær. Í D-riðli spilar sameiginlegt lið Kormáks og Hvatar og gerði liðið jafntefli við Vatnaliljurnar í fyrsta leik. Engin mörk voru skoruð í leiknum sem þykir furðu sæta í fjórðu deild. Veðrið var nú ekki merkilegt og hjálpaði ekki til við að gera leikinn góðan. Annars hefur Kormákur/Hvöt verið að styrkja sig fyrir átökin í sumar og fengið til liðs við sig sterka leikmenn.

Þar á meðal eru þrír leikmenn sem koma alla leiðina frá Spáni; sóknarmaðurinn Daniel Garcerán Moreno, miðvörðurinn Carlos Dominguez Requena og markmaðurinn Miguel Martínez. Þá hafa þeir Hilmar Þór Kárason flutt sig til liðsins frá ÍR og Frosti Bjarnason einnig en hann kom frá Vatnaliljunum. Að auki hafa nokkrir leikmenn frá Tindastóli bæst í hóp Kormáks og Hvatar.

Á aðdáenda síðu Kormáks má lesa lýsingu af leiknum.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga