Fyrsta skóflustunga að nýju gagnaveri á Blönduósi. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson
Fyrsta skóflustunga að nýju gagnaveri á Blönduósi. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson
Ásmundur Einar Daðason ráðherra á gröfunni. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson
Ásmundur Einar Daðason ráðherra á gröfunni. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson
Fréttir | 23. maí 2018 - kl. 13:48
Fyrsta skóflustungan tekin að gagnaveri á Blönduósi

Fyrstu skóflustungurnar að gagnaveri á Blönduósi voru teknar í morgun við Svínvetningabraut. Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttisráðherra og þingmaður Norðvesturkjördæmis, Arnar Þór Sævarsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Blönduósi og núverandi aðstoðarmaður Ámundar Einars, Björn Brynjúlfsson, framkvæmdastjóri Borealis Data Center og Guðmundur Haukur Jakobsson, formaður bæjarráðs Blönduósbæjar, tóku skóflustungurnar í sameiningu við fögnuð viðstaddra.

Um 50-60 manns voru samankominn við Svínvetningabrautina í morgun í ágætu veðri til að fylgjast með fyrstu skóflustungunum að byggingu gagnavers undir starfsemi hýsingarfyrirtækisins Borealis Data Center. Valgarð Hilmarsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar, flutti ávarp áður en fjórmenningarnir tóku fyrstu skóflustungurnar í sameiningu. Að þeim loknum fór Ásmundur Einar í gröfu sem komin var á svæðið og gróf stærri holu og það sama gerði Björn Brynjúlfsson. Síðan hélt hópurinn í Félagsheimilið á Blönduósi þar sem boðið var upp á hressingu.

Húsið sem á að byggja næstu vikurnar verður 640 fermetrar að stærð og kostar 150 milljónir króna fullbúið. BDC North ehf. byggir húsið og mun reka það en félagið er í 40% eigu Ámundakinnar ehf. og 60% eigu Borealis Data Center. Áætlað er að húsið verði risið innan mánaðar og eru áform um að byggja fleiri hús á lóðinni.

Tengdar fréttir:

Skóflustunga að gagnaveri á Blönduósi

Milljónir í húsnæði undir gagnaver

Bitcoin námugröftur á Blönduósi

Sótt um lóð fyrir gagnaver á Blönduósi

Skoða aðstæður fyrir gagnaver

​Fréttin hefur verið uppfærð

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga