Frá Skagastrandarhöfn
Frá Skagastrandarhöfn
Fréttir | 23. maí 2018 - kl. 15:31
Norðurtak bauð lægst

Norðurtak ehf. á Sauðárkróki var bauð lægst í gerð smábátahafnar á Skagaströnd en útboð voru opnuð 8. maí síðastliðinn. Tveir buðu í verkið en auk Norðurtaks bauð Vélaþjónustan Messuholti ehf. á Sauðárkróki. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 59,3 milljónir króna og bauð Norðurtak 47,7 milljónir eða 80,3% af kostnaðaráætlun en Vélaþjónustan Messuholti bauð 58,6 milljónir eða 98,7% af kostnaðaráætlun.

Gengið verður til samninga við lægstbjóðanda en verkinu á að vera lokið eigi síðar en 1. nóvember næstkomandi.

Framkvæmdir við smábátahöfn á Skagaströnd snúast um dýpkun, byggingu skjólgarðs og uppsetningu landstöpla.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga