Fréttir | 23. maí 2018 - kl. 15:54
Líf og fjör á kosningaskrifstofum

Það fer ekki framhjá neinum að sveitarstjórnarkosningar eru á næsta leiti. Líflegt hefur verið á kosningaskrifstofum framboðanna tveggja í Blönduósbæ og svo verður áfram fram að kosningunum sem fram fara á laugardaginn. Í kvöld býður L-listinn upp á erindi um raforkumál á kosningaskrifstofu sinni og Óslistinn boðar til opins fundar um mennta-, æskulýðs- og lýðsheilsumál í kvöld á kosningaskrifstofu sinni klukkan 20:00.

Opið verður á kosningaskrifstofu L-Listans í kvöld frá 18-12 en þar ætlar Sigurgeir Þór Jónasson, sem skipar þriðja sæti listans, að ræða um raforkumál og hvaða afleiðingar það getur haft ef raforka úr Blönduvirkjun verður notuð hér á svæðinu í stærra magni en nú þegar.

Óslistinn boðar til opins fundar um mennta-, æskulýðs- og lýðheilsumál í kvöld klukkan 20:00. Erla Jakobsdóttir og Steinunn Hulda Magnúsdóttir verða með erindi um áherslur Óslistans í æskulýðs- og lýðheilsumálum. Anna Margret Sigurðardóttir verður með erindi um áherslur Óslistans í menntamálum. Umræður og fyrirspurnir eftir erindin.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga