Blönduskóli
Blönduskóli
Fréttir | 24. maí 2018 - kl. 14:37
Blönduskóli fær styrk úr Sprotasjóði

Blönduskóli hefur fengið 1,5 milljón króna styrk úr Sprotasjóði mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir skólaárið 2018-2019 vegna verkefnisins Heilsuefling í Blönduskóla. Alls fengu 38 verkefni styrk úr sjóðnum að þessu sinni en umsóknir voru 83. Sprotasjóður er sameiginlegur fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla og er hlutverk sjóðsins að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi. Áherslusvið sjóðsins að þessu sinni voru menntun fyrir alla, verklegt nám og vellíðan.

Hér má sjá yfirlit yfir þau verkefni sem hlutu styrk.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga