Úr Vatnsdalnum. Ljósm: Höskuldur B. Erlingsson.
Úr Vatnsdalnum. Ljósm: Höskuldur B. Erlingsson.
Fréttir | Sameining A-Hún | 08. júní 2018 - kl. 09:42
Leggja til að gerður verði samfélagssáttmáli

Ráðgjafar hjá Ráðrík ehf. leggja til að vinna við samfélagssáttmála í samráði við íbúa sveitarfélaganna í Austur-Húnavatnssýslu hefjist sem fyrst. Samfélagssáttmálinn á að innihalda stefnu sameinaðrar sýslu til 20 ára í fræðslumálum og íþrótta- og æskulýðsmálum. Ráðgjafarnir segja að þessi mál brenni mjög á íbúum sveitarfélaganna, hvort sem þau sameinist eður ei. Að auki virðist jarðvegur fyrir því að útbúa sameiginlega stefnu í þessum málaflokkum.

Þetta kemur fram í tillögum Ráðrík ehf. um næstu skref í sameiningarvinnu sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu en þær má finna í nýjustu fundargerð sameiningarnefndarinnar á sameining.huni.is.

Ráðgjafarnir telja einnig rétt að ræða, og þá ef til vill sem hluta af samfélagssáttmála, viðhorf íbúa og samstöðu, eða samstöðuleysi og að mótuð verði lýðræðisstefna um upplýsingagjöf og reglubundið samtal við íbúanna.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga