Námskeið í Kvennaskólanum
Námskeið í Kvennaskólanum
Markaðstorg í Félagsheimilinu
Markaðstorg í Félagsheimilinu
Markaðstorg í Félagsheimilinu
Markaðstorg í Félagsheimilinu
Jóhanna Erla Pálmadóttir
Jóhanna Erla Pálmadóttir
Gestir á Prjónagleði
Gestir á Prjónagleði
Fréttir | 09. júní 2018 - kl. 12:11
Líf og fjör á Prjónahátíð

Árlega prjónahátíðin Prjónagleði sem haldin er af Textílsetri Íslands og samstarfsaðilum er nú í fullum gangi á Blönduósi. Í Félagsheimilinu er markaðstorg með sölubásum, sýningum og kaffihúsi og verður það opið til klukkan 18 í dag og frá 10-16 á morgun. Fjölmörg námskeið hófust í Kvennaskólanum klukkan níu og eftir hádegi verða enn fleiri námskeið auk fyrirlestra.

Í kvöld verður hátíðarkvöldverður á Hótel Blöndu þar sem Eliza Reid forsetafrú afhendir verðlaun fyrir Fullveldispeysuna. Halla Margrét Jóhannesdóttir, leikari, leikstjóri og rithöfundur verður veislustjóri.

Dagskrá Prjónagleðinnar má sjá hér.

Meðfylgjandi myndir voru teknar af Kristínu Guðjónsdóttur og Kristínu Guðmannsdóttur.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga