Fréttir | 11. júní 2018 - kl. 09:40
Hlakkar til að halda áfram sem sveitarstjóri

Einar Kristján Jónsson hefur verið endurráðinn sveitarstjóri Húnavatnshrepps en hann hefur gengt starfinu frá árinu 2014. Hann segist hlakka mjög til að halda áfram sem sveitarstjóri. Húnavatnshreppur standi traustum fótum og búi yfir ýmsum möguleikum. „Ég mun gera allt til að láta gott af mér leiða í þágu sveitarfélagsins og byggja upp enn betra samfélag til framtíðar,“ segir Einar Kristján í tilkynningu.

Einar er fæddur á Akranesi árið 1971 og lauk sveinsprófi í bifvélavirkjun frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1995 og rekstrar- og viðskiptanámi frá Endurmenntun Háskóla Íslands árið 2008. Þá hefur hann stundað nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga