Fréttir | 11. júní 2018 - kl. 10:03
Mótmæla harðlega skertri þjónustu Arion banka á Blönduósi

Sveitarstjórn Blönduósbæjar mótmælir harðlega skertri þjónustu Arion banka á Blönduósi en bankinn stytti opnunartíma útibúsins á dögunum. Í samþykkt sveitarstjórnarfundar frá 7. júní síðastliðnum segir: „Í stefnu bankans um samfélagsábyrgð stendur að bankinn setji sig í spor viðskiptavina og leitist stöðugt við að gera betur í dag en í gær og getur sveitarstjórn ekki séð að boðaðar breytingar samræmist þessari stefnu.“

Í lok síðasta mánaðar tilkynnti Arion banki um breyttan opnunartíma í útibúinu á Blönduósi. Frá og með 5. júní síðastliðinn er opið frá klukkan 10-12 og 12:30-15 alla virka daga. Áður var opið frá 9-12 og 12-16 virka daga.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga